Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 15. ágúst 2014 21:24
Magnús Már Einarsson
3. deild: Fáskrúðsfirðingar færast nær 2. deild
Fjögur rauð í Hveragerði
Samúel Arnar skoraði og fékk rautt spjald í kvöld.
Samúel Arnar skoraði og fékk rautt spjald í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Þórdís Inga Þórarinsdóttir
Þrír leikir fóru fram í þriðju deild karla í kvöld. Leiknir Fáskrúðsfirði sigraði Einherja 4-0 en Fáskrúðsfirðingar eru með sex stiga forskot á toppnum þegar fimm umferðir eru eftir. Þá eru þeir sex stigum á undan Berserkjum í þriðja sætinu og því er sæti í 2. deild í augnsýn.

Einherji er aftur á móti með 13 stig í næstneðsta sæti deildarinnar. Einherji er tveimur stigum á eftir ÍH sem tapaði gegn Grundarfirði í kvöld.

Þá gerðu Hamar og Víðir 3-3 jafntefli en Hamarsmenn eru langneðstir með fjögur stig og svo gott sem fallnir. Fjögur rauð spjöld fóru á lofti í Hveragerði í kvöld en Hamarsmenn fengu þrjú þeirra.

Einherji 0 - 4 Leiknir F.
0-1 Hilmar Freyr Bjartþórsson ('1)
0-2 Baldur Smári Elfarsson ('32)
0-3 Hector Pena Bustamante ('84)
0-4 Valdimar Ingi Jónsson ('86)

Grundarfjörður 1 - 0 ÍH
1-0 Dominik Bajda ('30)
Rautt spjald: Ísak Einarsson (ÍH) ('88)

Hamar 3 - 3 Víðir
1-0 Tómas Ingvi Hassing ('14)
2-0 Ingþór Björgvinsson ('23)
2-1 Rafn Markús Vilbergsson ('36)
2-2 Viktor Gíslason ('39)
2-3 Tómas Pálmason ('66, víti)
3-3 Samúel Arnar Kjartansson ('87)
Rautt spjald: Ingþór Björgvinsson ('57), Gunnar Páll Pálsson ('65), Samúel Arnar Kjartansson ('94) (Allir Hamar). Atli Rúnar Hólmbergsson ('57) (Víðir Garði)
Athugasemdir
banner
banner
banner