Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. ágúst 2014 21:46
Magnús Már Einarsson
4. deild: Þróttur Vogum lagði KH - Álftanes á leið áfram
Strákarnir í Þrótti Vogum sáttir eftir sigurinn í kvöld.  Varnarjaxlinn Vilmundur Þór Jónasson er manna ánægðastur lengst til vinstri á myndinni.
Strákarnir í Þrótti Vogum sáttir eftir sigurinn í kvöld. Varnarjaxlinn Vilmundur Þór Jónasson er manna ánægðastur lengst til vinstri á myndinni.
Mynd: Þróttur Vogum
Þrír leikir fóru fram í fjórðu deild karla í kvöld. Álftanes svo gott sem tryggði sér sæti í úrslitakeppninni með 6-1 sigri á Lummunni í A-riðli.

Þróttur Vogum lagði KH 1-0 í uppgjöri toppliðanna í C-riðlinum en mikið fjör var í Vogum í kvöld þar sem verið var að vígja nýja stúku. Bæði þessi lið eru komin áfram í úrslitakeppnina en KH er tveimur stigum á undan Þrótti fyrir lokaumferð riðilsins.

A riðill:

Lumman 1 - 6 Álftanes
0-1 Andri Janusson ('2)
1-1 Markaskorara vantar ('4)
1-2 Jón Brynjar Jónsson ('22)
1-3 Jón Brynjar Jónsson ('32)
1-4 Magnús Ársælsson ('53)
1-5 Bragi Þór Kristinsson ('70)
1-6 Jón Brynjar Jónsson ('90

C riðill:

Þróttur Vogum 1 - 0 KH
1-0 Páll Guðmundsson ('28)

Vatnaliljur 0 - 3 Árborg
0-1 Pálmi Þór Ásbergsson
0-2 Páll Óli Ólason
0-3 Magnús Helgi Sigurðsson
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner