Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. ágúst 2014 19:14
Brynjar Ingi Erluson
Albert Guðmundsson skoraði og lagði upp gegn Real Madrid
Albert Guðmundsson í leik með Heerenveen
Albert Guðmundsson í leik með Heerenveen
Mynd: Heimasíða Heerenveen
Unglingalið Heerenveen í Hollandi sigraði spænska stórveldið Real Madrid í Otten-bikarnum í kvöld með tveimur mörkum gegn einu.

Liðið spilar gegn þremur liðum á mótunum og ljóst að einn sigur er í hús en liðið mætir svo Liverpool á morgun og AZ Alkmaar á sunnudag.

Albert Guðmundsson, sem er á mála hjá Heerenveen, gerði sér lítið fyrir og skoraði gegn Madrídingum en markið var af dýrari gerðinni. Hann lét það þó ekki nægja og lagði upp hitt markið.

Honum vegnar vel hjá hollenska félaginu en hann gekk til liðs við Heerenveen á síðasta ári frá KR. Hann er einungis 17 ára gamall og er talinn vera einn efnilegasti leikmaður landsins um þessar mundir.
Athugasemdir
banner
banner
banner