Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. ágúst 2014 17:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 1. Chelsea
Lokastaða síðast: 3. sæti
Enski upphitun
Diego Costa er mættur í bláa búninginn.
Diego Costa er mættur í bláa búninginn.
Mynd: Getty Images
Nær Jose Mourinho titli í vetur?
Nær Jose Mourinho titli í vetur?
Mynd: Getty Images
Branislav Ivanovic, serbneska stálið.
Branislav Ivanovic, serbneska stálið.
Mynd: Getty Images
Eden Hazard.
Eden Hazard.
Mynd: Getty Images
Í þessari viku höfum við kynnt liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Nú er komið að því að kynna liðið sem við spáum Englandsmeistaratitlinum, Chelsea.

Um liðið: Roman Abramovich er ekki vanur því að sætta sig við neitt annað en fyrsta sætið en nú virðist ríkja rólegheit hjá Chelsea og staða Jose Mourinho vera mjög trygg þrátt fyrir titlalaust síðasta tímabil. Það er líka farið að ríkja jafnvægi milli kaupa og sölu. Cesc Fabregas og Diego Costa voru keyptir á ári þar sem David Luiz, Juan Mata og Kevin De Bruyne voru seldir. Frank Lampard var farinn að hraka með aldrinum og koma Fabregas styrkir liðið. Fremsta staða vallarins var hausverkur síðasta tímabil og Diego Costa verður að haldast heill.

Stjórinn: Jose Mourinho
Stuðningsmenn Chelsea vilja ekki hafa neinn annan við stjórnvölinn. Mourinho veit enn hvernig á að leggja bestu andstæðingana og hann vill ekki sjá annað titlalaust tímabil. Vel skipulagður varnarleikur og svo eiga Eden Hazard, Oscar, Willian og Andre Schurrle að sjá um sköpunarkraftinn fram á við.

Styrkleikar: Gríðarlega traust og öflug varnarlína með gríðarlega reyndum leikmönnum. Erfitt að brjóta liðið niður. Fyrir fram vörnina er hinn öflugi Nemanja Matic en Chelsea fékk aðeins átta mörk á sig í þeim 17 úrvalsdeildarleikjum sem hann lék eftir að hafa verið keyptur í janúarglugganum.

Veikleikar: Sóknarmiðjumenn Chelsea eru hættulegastir þegar þeir geta snúið vörn í sókn og sótt fram með hraða sínum en þegar andstæðingurinn liggur til baka (sumir segja 'reynir að fella Chelsea á eigin bragði') gætu bláliðar verið í vandræðum með að brjóta ísinn.

Talan: 77
Fjöldi heimaleikja Jose Mourinho í röð hjá Chelsea án ósigurs áður en liðið tapaði 2-1 gegn Sunderland í apríl.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Fimm af sex tapleikjum í ensku úrvalsdeildinni voru á undan leikjum í Meistaradeildinni.

Verður að gera betur: Jose Mourinho. Kannski hljómar það ósanngjarnt en ef hann vinnur ekki titil á tímabilinu verður þetta þriðja titlalausa tímabilið hjá honum í röð. Hann gerði grín að Arsene Wenger og sagði hann sérfræðing í að mistakast. Þau ummæli gætu komið í bakið á þeim portúgalska.

Lykilmaður: Diego Costa
Chelsea vantaði öflugan sóknarmann á síðasta tímabili en nú er brasilíski Spánverjinn mættur. Líkamlega sterkur sóknarmaður sem raðaði inn mörkum fyrir Atletico Madrid og spennandi verður að sjá í enska boltanum.

Komnir:
Diego Costa frá Atletico Madrid
Didier Drogba frá Galatasaray
Cesc Fabregas frá Barcelona
Filipe Luis frá Atletico Madrid
Mario Pasalic frá Hajduk Split

Farnir:
David Luiz til PSG
Romelu Lukaku til Everton
Frank Lampard til Manchester City
Patrick van Aanholt til Sunderland
Demba Ba til Besiktas
Ryan Bertrand til Southampton á láni
Ashley Cole til Roma
Samuel Eto'o samningslaus
Thorgan Hazard til Borussia Monchengladbach á láni
Henrique Hilario hættur
Gael Kakuta til Rayo Vallecano á láni
Tomas Kalas til Köln
Oriol Romeu til Stuttgart á láni

Þrír fyrstu leikir: Burnley (ú), Leicester (h), Everton (ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. Chelsea 215 stig
2. Manchester City 212 stig
3. Manchester United 191 stig
4. Liverpool 186 stig
5. Arsenal 184 stig
6. Tottenham 161 stig
7. Everton 155 stig
8. Newcastle 135 stig
9. Swansea 123 stig
10.Stoke City 110 stig
11. West Ham 92 stig
12. Crystal Palace 91 stig
13. Sunderland 88 stig
14. Southampton 86 stig
15. Hull 76 stig
16. Aston Villa 67 stig
17. QPR 48 stig
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner