fös 15. ágúst 2014 14:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 2. Man City
Lokastaða síðast: 1. sæti
Enski upphitun
Fernandinho, magnaður miðjumaður.
Fernandinho, magnaður miðjumaður.
Mynd: Getty Images
Vincent Kompany og stjórinn Pellegrini.
Vincent Kompany og stjórinn Pellegrini.
Mynd: Getty Images
Yaya Toure er frábær leikmaður.
Yaya Toure er frábær leikmaður.
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Englandsmeistarar Manchester City enda í öðru sæti samkvæmt spánni.

Um liðið: Manchester City náði að laumast inn bakdyramegin og taka Englandsmeistaratitilinn síðasta tímabil. Nú á að byggja ofan á þann árangur og berjast á öllum vígstöðvum. Pressan er á árangur í Meistaradeildinni. Olíupeningarnir hafa fært City öfluga leikmenn og bætta aðstöðu en félagið er undir smásjá UEFA og þarf að hafa fimm heimamenn í Meistaradeildarhópnum.

Stjórinn: Manuel Pellegrini
Heima á Englandi gerði Sílemaðurinn frábæra hluti með því að taka Englandsmeistaratitilinn og deildabikarinn. Hann gerði það á frekar hljóðlátan hátt og lenti ekki í neinum deilum við kollega sína. Taktísk áætlun hans snýst um að stýra tempói leiksins og refsa fyrir öll mistök andstæðingana.

Styrkleikar: Mjög margir. Fyrst ber að nefna vígið sem Etihad leikvangurinn er orðinn. Liðið hefur frábæra leikstjórnendur og svo beinskeytta menn eins og Jesus Navas. Það eru gæði í sóknarmönnunum og þetta skilaði 2012 deildarmörkum á síðasta tímabili. Þá er erfitt að stöðva liðið þegar það er komið á skrið.

Veikleikar: Spila með varnarlínuna hátt á vellinum og það gætu andstæðingar náð að nýta sér. Fernandinho og Yaya Toure eru náttúrulega sóknarmiðjumenn og það gæti skapað holur í miðjunni.

Talan: 156
Fjöldi marka sem Manchester City skoraði í öllum keppnum á síðasta tímabili. Met síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Ekki fara á taugum þó byrjunin sé ekki að óskum. Þegar þrír mánuðir voru liðnir af tímabilinu var City í áttunda sæti. Liðið var aðeins tvær vikur samtals á toppnum en eina sem skiptir máli er að vera með pakkann þegar slökkt er á tónlistinni.

Verður að gera betur: Vöðvarnir á Sergio Aguero eða hver sá sem er ábyrgur fyrir því að láta þá virka. Argentínumaðurinn varð fyrir þremur mismunandi vöðvameiðslum á síðasta tímabili og svo komu þau fjórðu á HM.

Lykilmaður: Fernandinho
Miðjumaður sem er bæði góður varnar- og sóknarlega. Virðist vera smíðaður fyrir ensku úrvalsdeildina. Þarf að vera sterkur andlega til að halda áfram eftir martröðina á HM en agi hans var stór ástæða þess að Yaya Toure skoraði svona mikið síðasta tímabil.

Komnir:
Eliaquim Mangala frá Porto
Fernando frá Porto
Bacary Sagna frá Arsenal
Willy Caballero frá Malaga

Farnir.
Gareth Barry til Everton
Joleon Lescott til WBA
Costel Pantilimon til Sunderland
Abdul Razak samningslaus
Jack Rodwell til Sunderland

Þrír fyrstu leikir: Newcastle (ú), Liverpool (h) og Stoke (h)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. Manchester City 212 stig
3. Manchester United 191 stig
4. Liverpool 186 stig
5. Arsenal 184 stig
6. Tottenham 161 stig
7. Everton 155 stig
8. Newcastle 135 stig
9. Swansea 123 stig
10.Stoke City 110 stig
11. West Ham 92 stig
12. Crystal Palace 91 stig
13. Sunderland 88 stig
14. Southampton 86 stig
15. Hull 76 stig
16. Aston Villa 67 stig
17. QPR 48 stig
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner