Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 15. ágúst 2014 10:00
Elvar Geir Magnússon
Spáin fyrir enska - 3. Man Utd
Lokastaða síðast: 7. sæti
Enski upphitun
Spænski landsliðsmaðurinn Juan Mata.
Spænski landsliðsmaðurinn Juan Mata.
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, stjóri Manchester United.
Louis van Gaal, stjóri Manchester United.
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Ander Herrera.
Miðjumaðurinn Ander Herrera.
Mynd: Getty Images
Adnan Januzaj.
Adnan Januzaj.
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Manchester United nær að rífa sig upp í Meistaradeildarsæti.

Um liðið: Stuðningsmenn Manchester United vona að síðasta tímabil falli í gleymskunnar dá sem fyrst. Skiptar skoðanir eru á leikmannahópi stórliðsins, miðjan hefur verið vandamál í langan tíma og fremstu menn eru að komast yfir sitt besta. En þó liðið hafi drullað upp á bak síðasta tímabil er enn tími og gæði í hópnum til að snúa dæminu við. Á Old Trafford er sú krafa að liðið komist strax aftur í hóp þeirra bestu.

Stjórinn: Louis van Gaal
United hefur skipt úr knattspyrnustjóra sem hefur aldrei unnið neitt yfir í stjóra sem hefur unnið allt. Allra augu beinast að þessum 62 ára Hollendingi sem á að rétta skútuna við. Eitt stærsta nafnið í bransanum. Þegar Van Gaal á í hlut má búast við hverju sem er en líklegt er að hann spili 5-3-2 í upphafi tímabils.

Styrkleikar: Liðið er enn með leikmenn í mjög háum gæðaflokki. David De Gea á að taka við hönskum Iker Casillas hjá spænska landsliðinu, Juan Mata gæti byggt ofan á síðasta tímabil og Wayne Rooney er 34 mörkum frá því að vera markahæstur í sögu United.

Veikleikar: Lið eru hætt að hræðast Old Trafford. Vígið féll á síðasta tímabili og United gekk alls ekki nægilega vel á heimavelli. Sjö tapleikir á heimavelli er það versta síðan liðið féll 1973-74.

Talan: 1
Fjöldi stoðsendinga sem Marouane Fellaini átti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili. Hann skoraði 0 mörk.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Manchester United hélt áfram að reyna sömu hlutina aftur og aftur án þessa að þeir bæru árangur. Ekkert lið átti fleiri fyrirgjafir en United á síðasta tímabili þó enginn „target" sóknarmaður hafi verið til staðar. Þá minnkaði árangur eftir föst leikatriði um helming.

Verður að gera betur: Flestir í hópnum léku langt undir getu á síðasta tímabili. Ashley Young og Nani voru harðlega gagnrýndir en menn eins og Phil Jones og Chris Smalling tóku einnig skref aftur í sinni þróun. Shinji Kagawa fær sitt síðasta tækifæri til að stimpla sig inn og Fellaini hefur ekki sýnt neitt sem bendir til þess að hann sé nægilega góður.

Lykilmaður: Robin van Persie
Meiðslavandræði voru að plaga hollenska sóknarmanninn nánast allt síðasta tímabil og hann lék aðeins 21 deildarleik. Tólf mörk og þrjár stoðsendingar í þeim leikjum tala sínu máli varðandi mikilvægi hans. Hann og Van Gaal eru mjög nánir og það gæti hjálpað honum mikið.

Komnir:
Ander Herrera frá Athletic Bilbao
Luke Shaw frá Southampton

Farnir:
Patrice Evra til Juventus
Bebe til Benfica
Alexander Buttner til Dynamo Moskvu
Rio Ferdinand til QPR
Ryan Giggs hættur
Nemanja Vidic til Inter
Federico Macheda til Cardiff

Þrír fyrstu leikir: Swansea (h), Sunderland (ú) og Burnley (ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. Manchester United 191 stig
4. Liverpool 186 stig
5. Arsenal 184 stig
6. Tottenham 161 stig
7. Everton 155 stig
8. Newcastle 135 stig
9. Swansea 123 stig
10.Stoke City 110 stig
11. West Ham 92 stig
12. Crystal Palace 91 stig
13. Sunderland 88 stig
14. Southampton 86 stig
15. Hull 76 stig
16. Aston Villa 67 stig
17. QPR 48 stig
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner