Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. ágúst 2014 07:00
Fótbolti.net
Heimild: FourFourTwo 
Spáin fyrir enska - 4. Liverpool
Lokastaða síðast: 2. sæti
Enski upphitun
Jordan Henderson er lykilmaður.
Jordan Henderson er lykilmaður.
Mynd: Getty Images
Stjórinn: Brendan Rodgers.
Stjórinn: Brendan Rodgers.
Mynd: Getty Images
Raheem Sterling.
Raheem Sterling.
Mynd: Getty Images
Daniel Sturridge.
Daniel Sturridge.
Mynd: Getty Images
Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net. Liverpool mun hafna í fjórða sæti og tryggja sér Meistaradeildarsæti að ári.

Um liðið: Twitter fór á hliðina þegar Steven Gerrard rann á ögurstundu á síðasta tímabili og Liverpool klúðraði Englandsmeistaratitlinum. Nú er Luis Suarez, skærasta stjarna liðsins, farinn til Barcelona og aðrir taka við keflinu. Spennandi verður að sjá hvernig Philippe Coutinho mun spila en miklar vonir eru bundnar við að stjarna hans skíni skært og Daniel Sturridge og Rickie Lambert skili mörkum. Spilamennska Liverpool hefur orðið stórskemmtileg undir stjórn Brendan Rodgers og á góðum degi er stórskemmtilegt að horfa á liðið.

Stjórinn: Brendan Rodgers
Afskaplega sterkur þegar kemur að taktík og hann notaði ýmis kerfi með góðum árangri á síðasta tímabili. Hans handbragð sést vel á spilamennsku liðsins og sendingafærninni. Hefur unnið hug og hjörtu stuðningsmanna, meðal annars með því að koma ákaflega vel út í viðtölum við fjölmiðla.

Styrkleikar: Hraði og hreyfanleiki. Raheem Sterling er sífellt ógnandi og Coutinho og Sturridge þjóta um völlinn án þess að festa sig í sinni stöðu. Liðið þekkir mörg leikkerfið og getur verið snöggt að bregðast við breyttum aðstæðum.

Veikleikar: Við verðum að tala um Steven Gerrard. Þrátt fyrir allar stoðsendingarnar síðasta tímabil eru farin að sjást mikil þreytumerki á honum eins og sást bersýnilega á HM í Brasilíu. Hann verður að vera agaðri í leikskipulaginu því mistök hans hafa reynst ansi dýrkeypt. Varnarleikurinn gæti einnig verið betri, sérstaklega í vinstri bakverðinum. Þá gæti liðið þurft annan miðvörð.

Talan: 8
Leikir í röð þar sem Daniel Sturridge skoraði. Met hjá Liverpool.

Lærdómur frá síðustu leiktíð: Vera beittari í stóru leikjunum. Sóknarlína Liverpool getur tætt í sig hvaða vörn sem er.

Verður að gera betur: Joe Allen á enn eftir að svara efasemdarmönnum. Hann var keyptur á 15 milljónir punda frá Swansea 2012 og hann verður að sýna meira. Sérstaklega þegar Liverpool er ekki með boltann.

Lykilmaður: Jordan Henderson
Þessi 24 ára leikmaður hefur náð að vaxa og dafna hjá Liverpool þó margir efuðust um hann eftir 20 milljóna punda kaup fyrir þremur árum. Kraftmikill og hæfileikaríkur leikmaður sem heldur vonandi áfram að stíga skref í rétta átt.

Komnir:
Adam Lallana frá Southamtpon
Dejan Lovren frá Southampton
Rickie Lambert frá Southampton
Emre Can frá Bayer Leverkusen
Javi Manquillo frá Atletico Madrid
Lazar Markovic frá Benfica
Divock Origi frá Lille

Farnir:
Luis Suarez til Barcelona
Luis Alberto til Malaga á láni
Iago Aspas til Sevilla á láni
Conor Coady til Huddersfield Town
Divock Origi til Lille á láni
Pepe Reina til FC Bayern
Andre Wisdom til West Bromwich Albion á láni

Þrír fyrstu leikir: Southampton (h), Man City (ú) og Tottenham (ú)

Þeir sem spáðu: Arnar Daði Arnarsson, Aron Elvar Finnsson, Elvar Geir Magnússon, Eyþór Ernir Oddsson, Gunnar Karl Haraldsson, Jóhann Ingi Hafþórsson, Kristján Blær, Magnús Valur Böðvarsson, Magnús Már Einarsson, Magnús Þór Jónsson, Þórir Karlsson.

Stigagjöfin er reiknuð út frá þeirri formúlu sem gefin var upp þegar spáð var. Hún tengist á engan hátt stigafjölda liðanna í deildinni.


Spáin:
1. ?
2. ?
3. ?
4. Liverpool 186 stig
5. Arsenal 184 stig
6. Tottenham 161 stig
7. Everton 155 stig
8. Newcastle 135 stig
9. Swansea 123 stig
10.Stoke City 110 stig
11. West Ham 92 stig
12. Crystal Palace 91 stig
13. Sunderland 88 stig
14. Southampton 86 stig
15. Hull 76 stig
16. Aston Villa 67 stig
17. QPR 48 stig
18. West Brom 42 stig
19. Leicester 36 stig
20. Burnley 12 stig
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner