Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. ágúst 2014 20:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Conor Sammon til Ipswich (Staðfest)
Conor Sammon í leik með Wigan.
Conor Sammon í leik með Wigan.
Mynd: Getty Images
Ipswich hefur fengið til sín Conor Sammon á láni út leiktíðina frá Derby County.

Sammon fer líklegast beint í hópinn hjá Ipswich fyrir leikinn gegn Reading á laugardaginn en hann er dottinn afar aftarlega í goggunarröðinni hjá Steve McClaren, stjóra Derby.

Framherjinn byrjaði ferilinn á Írlandi áður en hann fór til Kilmarnock í Skotlandi, 2008 þar sem hann spilaði 65 leiki og skoraði 17 mörk.

Þaðan fór hann til Wigan en hann skoraði aðeins eitt mark í 32 leikjum fyrir liðið og seldu þeir hann til Derby árið 2012.

Sammon hefur lítið fengið að spreyta sig síðan McClaren tók yfir og ákváðu þeir því að lána hann.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner