Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 15. ágúst 2014 11:00
Magnús Már Einarsson
Darren Fletcher: Við ætlum að vinna deildina
Mynd: Getty Images
Darren Fletcher, varafyrirliði Manchester United, segir að markmið liðsins sé að vinna ensku úrvaldseildina á nýjan leik.

Manchester United olli vonbrigðum á síðasta tímabili þegar liðið endaði í sjöunda sæti í ensku úrvalsdeildinni en Fletcher vill sjá liðið aftur í titilbaráttu á komandi tímabili.

,,Við ætlum að vinna deildina," sagði Fletcher fyrir leik Manchester United og Swansea á morgun.

,,Þetta félag á aldrei að sætta sig bara við að enda í topp fjórum. Það er ekki Manchester United sem ég þekki."

Leikur Manchester United og Swansea er opnunarleikur ensku úrvalsdeildarinnar en hann hefst klukkan 11:45 á morgun.
Athugasemdir
banner
banner
banner