Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 15. ágúst 2014 05:55
Daníel Freyr Jónsson
England um helgina - Gylfi Þór fer á Old Trafford
Gylfi Þór og félagar í Swansea fara á Old Trafford.
Gylfi Þór og félagar í Swansea fara á Old Trafford.
Mynd: Getty Images
Enska úrvalsdeildin hefst um helgina

Louis van Gaal stýrir Manchester United í fyrsta sinn í deildinni um helgina. Andstæðingar liðsins verður Swansea með Gylfa Þór Sigurðsson innanborðs. Leikurinn hefst klukkan 11:45 á morgun og er fyrsti leikur tímabilsins

Bakvörðurinn Luke Shaw er ekki með United en hann spilar ekki næstu vikurnar vegna meiðsla. Antonio Valencia og Michael Carrick eru einnig fjarri góðu gamni.

Fimm leikir hefjast síðan klukkan 14:00, áður en Arsenal og Crystal Palace mætast í lokaleik dagsins.

Á sunnudag fara svo tveir leikir fram. Liverpool fær Southampton í heimsókn og Englandsmeistarar Manchester City ferðast norður og mæta Newcastle á útivelli.

Laugardagur:
11:45 Manchester United - Swansea
14:00 WBA - Sunderland
14:00 Leicester - Everton
14:00 Stoke - Aston Villa
14:00 QPR - Hull
14:00 West Ham - Tottenham
16:30 Arsenal - Crystal Palace

Sunnudagur:
12:30 Liverpool - Southampton
15:00 Newcastle - Manchester City
Athugasemdir
banner
banner