Liverpool ætlar að fá þrjá - Chelsea vill Rogers - Ancelotti að taka við Brasilíu
Nik: Hún hefði í raun ekki átt að spila neitt en hefur gert frábærlega
Óskar Smári eftir 7-1 tap: Furðulegt en satt þá líður mér bara vel
Bjarni Mark: Ég er bara svona kartafla
Túfa um gagnrýni á Val: Ég skil ekkert í þessari umræðu
Viktor Freyr um markmannsmálin: Þetta kom alveg á óvart
Magnús Már: Vantaði meiri áræðni í teignum og meiri grimmd
Rúnar: Náðum aðeins að hrista upp í þeim og hræða þá
Sölvi Geir: Okkur fannst dómgæslan halla gegn okkur
Bjarki Björn: Lítið annað í stöðunni en að smella honum í fjær
Láki: Sagði mér að drulla mér bara í burtu
Jökull: Raunveruleikinn er sá að við áttum ekkert skilið
Luke Rae: Það halda allir að ég sé vélmenni
Jón Þór: Niðurstaðan er bara hræðileg
Óskar Hrafn eftir fimm marka sigur: Við eigum töluvert inni
Heimir Guðjóns: Þýðir ekki að mæta hingað og vera pínulitlir
Aron Sig: Nýt þess að spila og bara geggjað að vera kominn aftur
Haddi: Erum gott lið sem mun vaxa inn í mótið
Jóhann Kristinn: Ætli við höfum ekki skorað megnið af þessum mörkum sjálf
Fanndís: Þessi leikur var spilaður fyrir Ásgerði Stefaníu Baldursdóttur
Hallgrímur Mar: Djöfull var hann mikilvægur
   fös 15. ágúst 2014 21:40
Brynjar Ingi Erluson
Garðar Gunnlaugsson: Þetta er enn í okkar höndum
watermark
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Garðar Gunnlaugsson, leikmaður ÍA í fyrstu deildinni, var auðvitað svekktur eftir 2-1 tap gegn HK í kvöld.

HK minnkaði forskotið á ÍA niður í tvö stig en Skagamenn sitja í öðru sæti á meðan HK er í þriðja. Axel Kári Vignisson og Guðmundur Atli Steinþórsson komu HK í tveggja marka forystu áður en Garðar minnkaði muninn en lengra komust Skagamenn ekki.

,,Þetta er frekar fúlt. Við sköpum okkur fullt af færum og mér fannst jafntefli vera sanngjarnt, alla vega," sagði Garðar við Fótbolta.net.

,,Við vissum að þeir væru þéttir fyrir og myndu sitja svolítið til baka. Okkar plan var að reyna að draga þá fram á völlinn og beita skyndisóknum. Við áttum góðar sóknir en þetta gekk ekki í dag."

,,Þetta er enn í okkar höndum og nú er bara að gíra okkur upp í næsta leik. Tindastóll gefur ekkert eins og öll lið sem koma upp á Skaga."

Garðar er kominn með 15 mörk í fyrstu deildinni í sumar en hann er langmarkahæstur, fjórum mörkum á undan næsta manni.

,,Það var planið frá byrjun að taka markakóngstitilinn. Það hefur tekist hingað til að skora, svo vonandi heldur það áfram," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner