banner
   fös 15. ágúst 2014 23:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Höwedes ætlar að vera áfram hjá Schalke
Benedikt Höwedes á góðri stundu.
Benedikt Höwedes á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Benedikt Höwedes hefur verið orðaður við mörg lið í ensku úrvalsdeildinni en hann býst við að vera áfram hjá Schalke.

Þessi 26 ára varnarmaður er mikið eftirsóttur eftir að hafa verið partur af þýska landsliðinu sem varð heimsmeistari í sumar.

Félög um alla Evrópu ku hafa áhuga á leikmanninum, lið í ensku úrvalsdeildinni hafa þar verið mikið nefnd til sögunnar.

Höwedes segir að hann sé spenntur fyrir því að spila utan Þýskalands í framtíðinni en er ánægður með lífið hjá Schalke.

,,Það eru alltaf orðrómar í fótbolta, sérstaklega ef þú hefur unnið HM sem leikmaður. Ég er búinn að vera hjá Schalke síðan ég var 13 ára og ég elska félagið."

,,Það er heillandi að fara til útlanda í framtíðinni, læra nýtt tungumál og venjast nýju félagi og nýju umhverfi. Það er hins vegar nægur tími til þess," sagði Höwedes.



Athugasemdir
banner
banner
banner