Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. ágúst 2014 09:30
Magnús Már Einarsson
Man Utd og Chelsea berjast um Cuadrado
Powerade
Juan Cuadrado.
Juan Cuadrado.
Mynd: Getty Images
Moyes er einn af þeim sem eru orðaðir við Crystal Palace.
Moyes er einn af þeim sem eru orðaðir við Crystal Palace.
Mynd: Getty Images
Hér er allt helsta slúðrið úr ensku blöðunum í dag.



Liverpool ætlar að bjóða Raheem Sterling fjórfalt hærri laun í nýjum samningi til að koma í veg fyrir að hann fari til Real Madrid. Hinn 19 ára gamli Sterling fær í dag 30 þúsund pund í vikulaun. (Daily Mirror)

Real Madrid, PSG og Monaco eru að fylgjast með Petr Cech markverði Chelsea. (Daily Mail)

Vonir Manchester United um að fá Marcos Rojo varnarmann Sporting Lisabon stranda á deilum milli portúgalska félagsins og þriðja aðila sem á hlut í leikmanninum. (Daily Telegraph)

Arsenal mun berjast við Valencia um Eduardo Vargas framherja Napoli. (Talksport)

Wilfried Zaha, kantmaður Manchester United, er á leið til QPR á láni. (Sun)

Barcelona hefur hætt við að fá Juan Cuadrado frá Fiorentina. Manchester United og Chelsea munu því berjast um leikmanninn. (Metro)

Wigan hefur hafnað fjögurra milljóna punda tilboði frá Burnley í miðjumanninn James McArthur. (Daily Mail)

Roberto Martinez, stjóri Everton, hefur neitað fréttum um að Chelsea hafi forkaupsrétt á Ross Barkley og John Stones. (Daily Star)

Chelsea hefur hafið viðræður við Chelsea um kaup á Mehdi Benatia varnarmanni Roma. (Daily Express)

Danski markvörðurinn Anders Lindegaard er að íhuga að fara frá Manchester United eftir að Ben Amos var færður ofar en hann í röðinni. (Sky Sports)

Malky Mackay, Neil Lennon og David Moyes eru orðaðir við stjórastöðuna hjá Crystal Palace eftir að Tony Pulis hætti óvænt í gær. (Croydon Advertiser)

Pulis er ósáttur við að langtíma áætlanir hans hjá Crystal Palace virtust ekki ætla að ganga upp. (Daily Mail)

Joe Hart og Edin Dzeko eru að ganga frá nýjum samningi við Manchester City. (Daily Mirror)

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segist ekki finna fyrir pressu þó Daniel Levy formaður félagsins hafi níu sinnum rekið stjóra á tíma sínum hjá félaginu. (Daily Telegraph)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner