Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. ágúst 2014 11:28
Magnús Már Einarsson
Nicklas Bendtner til Wolfsburg (Staðfest)
Nicklas Bendtner.
Nicklas Bendtner.
Mynd: Getty Images
Danski framherjinn Nicklas Bendtner hefur samið við Wolfsburg í Þýskalandi.

Hinn 26 ára gamli Bendtner hefur verið án félags síðan samningur hans hjá Arsenal rann út á dögunum.

Wolfsburg reyndi að fá Alvaro Morata, Mario Mandzukic og Edin Dzeko í sumar en á endanum varð liðið að sætta sig við að fá Bendtner í framlínuna.

,,Við reyndm við stærstu leikmennina. Þeir eru ekki í boði svo við þurftum að horfa aðeins neðar," sagði Dieter Hecking þjálfari Wolfsburg.

Bendtner mun spila í treyju númer þrjú hjá Wolfsburg sem verður að teljast ansi óvenjulegt af framherja.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner