Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. ágúst 2014 20:23
Arnar Daði Arnarsson
Pepsi-deildin: Stjarnan á toppinn
Arnar Már skoraði stórglæsilegt mark í kvöld.
Arnar Már skoraði stórglæsilegt mark í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 1 - 2 Stjarnan
0-1 Arnar Már Björgvinsson ('41)
0-2 Rolf Glavind Toft ('53)
1-2 Patrick Pedersen (´94)

Flýta þurfti leik Vals og Stjörnunnar í 16. umferð Pepsi-deildar karla og fór hann því fram í kvöld. Ástæðan er velgengni Stjörnunnar í Evrópukeppninni og velgengni þeirra í Pepsi-deildinni heldur áfram.

Þeir gerðu sér góða ferð á Hlíðarenda og tóku öll stigin sem í boði voru. Arnar Már Björgvinsson kom Stjörnunni yfir rétt fyrir hálfleik. Hann tók boltann á lofti fyrir utan teig og smellhitti hann í fjærhornið. ,,Jesús hvað þetta var huggulegt," sagði Gunnar Birgisson í textalýsingu sinni á Fótbolta.net

Arnar Már lagði síðan upp annað mark Stjörnunnar fyrir Rolf Glavind Toft á 53. mínútu leiksins. Valsmenn minnkuðu muninn í uppbótartíma, með marki frá Patrick Pedersen.

Með sigrinum fer Stjarnan tímabundið á topp deildarinnar, uppfyrir FH sem mætir Keflavík, 20. ágúst. Framundan hjá Stjörnunni er stórleikur gegn Inter á Laugardalsvelli sama kvöld, 20. ágúst.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner