fös 15. ágúst 2014 14:15
Magnús Már Einarsson
Rúnar Már spáir í leiki sextándu umferðar
Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.
Mynd: Heimasíða GIF Sundsvall
Þórarinn Ingi Valdimarsson skorar samkvæmt spá Rúnars.
Þórarinn Ingi Valdimarsson skorar samkvæmt spá Rúnars.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sextánda umferðin í Pepsi-deild karla hefst í kvöld þegar Valur mætir Stjörnunni.

Rúnar Már Sigurjónsson, leikmaður GIF Sundsvall, spáir í leiki umferðarinnar að þessu sinni.

Valur 2 - 2 Stjarnan (18:30 í kvöld)
Stjörnumenn hafa náð að fókusa vel á deildina samhliða þessu Evrópuævintýri sem er nokkuð vel gert hjá þeim. Allra síðasti séns fyrir Valsmenn að rífa sig upp og eru í dauðafæri á að vinna þennan leik ef Stjarnan eru farnir að hugsa eitthvað fram í tímann. Minn maður Rúnar Páll gerir skiptingu á 80 mín og sá maður sem kemur inn á jafnar á 85 mínútu leiksins.

Víkingur R. 1 - 1 ÍBV (18:00 á mánudag)
Jafnteflisfnykur af þessum leik. Bæði lið verða ósátt með 1 stig. Eyjamenn verða ennþá í strögglinu en þeir falla ekki að mínu mati. Víkingar aðeins verið að gefa eftir undanfarið en halda áfram sinni stigasöfnun og mögulega á leið í Evrópu. Herra Herjólfsdalur Þórarinn Ingi og Pape skora mörkin.

Fylkir 1 - 2 Þór (18:00 á mánudag)
Þessi deild heldur áfram að koma á óvart. Þórsarar verða að fara ná í stig og þeir gera það í Árbænum en spurning hvort það dugi til að bjarga þeim er ég ekki viss um. Fylkir komnir með Albert Brynjar sem gerir helling fyrir þá, en ég tippa á Þórsarana í þessum leik.

Breiðablik 3 - 1 Fram (19:15 á mánudag)
Blikar ná marki snemma og vinna þennan leik nokkuð örugglega og koma sér aðeins frá þessum liðum þarna í kjallaranum. Fram búnir að vinna 2 í röð en ég bara trúi ekki að þeir geti unnið í Kópavoginum, vesenið þar heldur áfram.

FH 3 - 0 Keflavík (18:00 á miðvikudag)
Lítið gerst hjá Keflavík í deildinni núna heillengi og það heldur áfram því miður fyrir þá. FH vélin heldur áfram að malla og þeir verða Íslandsmeistarar og þá klára menn leiki eins og þennan. Of mikil reynsla og of mikil gæði í FH til að fara tapa stigum í þessum leik.

KR 2 - 0 Fjölnir (18:00 á mkiðvikudag)
KR eru ekkert hættir og vinna sitt og bíða eftir að FH og Stjarnan klikki eitthvað. Verður seiglusigur þar sem þeir gera nóg en lítið meira en það. Hægara sagt en gert fyrir nýliða að mæta í Frostaskjólið og ætla að vinna, þeir reyna líklegast að halda stiginu sem þeir fá fyrir leikinn en það mun ekki ganga upp.

Sjá einnig:
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir - 5 réttir
Sævar Þór Gíslason - 4 réttir
Jóhann Laxdal - 4 réttir
Guðmundur Steinarsson - 4 réttir
Guðmundur Þórarinsson - 3 réttir
Sólmundur Hólm - 3 réttir
Edda Sif Pálsdóttir - 3 réttir
Róbert Aron Hostert - 3 réttir
Felix Bergsson - 3 réttir
Hjörtur Hjartarson - 2 réttir
Hörður Björgvin Magnússon - 1 réttur
Athugasemdir
banner
banner