Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. ágúst 2014 23:00
Jóhann Ingi Hafþórsson
Sagna: Fór ekki til City útaf peningum
Bacary Sagna í leik með Arsenal.
Bacary Sagna í leik með Arsenal.
Mynd: Getty Images
Bacary Sagna, leikmaður Manchester City segir að peningar hafi ekkert með það að gera að hann ákvað að fara til liðsins frá Arsenal í sumar.

Franski hægri bakvörðurinn fór til Manchester liðsins í sumar og segir hann að hann hafi fært sig um set til að vinna fleiri titla.

Hann er tilbúinn að fá að heyra það frá stuðningsmönnum Arsenal er liðin mætast í deildinni.

,,Það var rétt hjá mér að skipta um félag. Mig vantaði breytingu í líf mitt. Mig langaði að skora á sjálfan mig og ég veit ég þarf að leggja mikið á mig til að komast í liðið."

,,Ég vissi að ég ætti að fara til City, hvað sem gerðist. Ég var búinn að ákveða það í byrjun síðustu leiktíðar. Það er ekki vegna peninga. Veistu um leikmann í Evrópu sem hefur verið á sama samning í sex ár? Ég gerði það og ég bað aldrei um neitt," sagði Sagna.

,,Ég veit stuðningmenn Arsenal verða ekki sáttir þegar ég mæti þeim."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner