Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 15. ágúst 2014 06:00
Daníel Freyr Jónsson
Sunderland keypti Will Buckley (Staðfest)
Will Buckley.
Will Buckley.
Mynd: Getty Images
Will Buckley er genginn í raðir enska úrvalsdeildarliðsins Sunderland frá Brighton fyrir 2,5 milljónir punda.

Þessi 24 ára gamli vængmaður hefur lengið verið eftirsóttur af Sunderland, en Gus Poyet, stjóri liðsins, þekkir vel til leikmannsins eftir að hafa stýrt Brighton.

Líklegt er að Buckley fari rakleiðis í byrjunarlið Sunderland gegn WBA á laugardag þegar fyrsta umferð ensku úrvalsdeildarinnar fer fram.

Um er að ræða sjöundu kaup Sunderland í sumar. Áður hafði félagið fengið þá Jack Rodwell, Costel Pantilimon, Jordi Gomez, Billy Jones, Patrick van Aanholt og Santiago Vergini.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner