Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   fös 15. ágúst 2014 21:29
Brynjar Ingi Erluson
Þorvaldur Örlygsson: Það er margt sem getur skeð
Mynd: Fótbolti.net - Ingunn Hallgrímsdóttir
Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK í fyrstu deild karla, var ánægður með 2-1 sigur liðsins á ÍA í Kórnum í kvöld.

Axel Kári Vignisson kom HK-ingum yfir með þrumufleyg áður en Guðmundur Atli Steinþórsson bætti við öðru í byrjun síðari hálfleiks. Garðar Bergmann Gunnlaugsson minnkaði muninn en lengra komst ÍA ekki.

,,Allir sigrar eru mikilvægir. Leikurinn var þokkalegur af okkar hálfu, sérstaklega í fyrri hálfleik. Við vorum að spila vel og komumst í góða stöðu, í 2-0 stöðunni í seinni hálfleik fannst mér við geta náð ró og klaufalegt mark sem við fáum á okkur en það mátti svosem búast við því," sagði Þorvaldur við Fótbolta.net.

,,Þetta er mjög jafnt og deildin hefur sýnt það í sumar að það er margt sem getur skeð og mörg lið sem búist var við að ná góðum árangri en þau hafa ekki náð þeim árangri sem vænst var og önnur lið hafa komið á óvart og komið deildinni í uppnám."

Guðmundur Magnússon fór úr Kórnum með sjúkrabíl eftir að hafa lent í tæklingu þar sem boltinn var á milli.

,,Hann lendir í tæklingu, boltinn á milli og fer beint í legginn á honum. Við vitum ekki hversu alvarlegt þetta er. Ég á ekki von á því að þetta sé brot, við bíðum eftir myndatöku en ég efast um það," sagði hann að lokum.
Athugasemdir
banner
banner