Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. ágúst 2014 12:22
Magnús Már Einarsson
U15 ára landsliðið rúllaði yfir Hondúras á Ólympíuleikunum
Kolbeinn Finnsson skoraði fyrsta markið.
Kolbeinn Finnsson skoraði fyrsta markið.
Mynd: Kristján Bernburg
U15 ára landsliðið á æfingu.
U15 ára landsliðið á æfingu.
Mynd: Bjarki Benediktsson
Ísland 5 - 0 Hondúras
1-0 Kolbeinn Birgir Finnsson ('15, víti)
2-0 Aron Kári Aðalsteinsson ('40)
3-0 Helgi Guðjónsson ('41)
4-0 Helgi Guðjónsson ('59)
5-0 Helgi Guðjónsson ('73)

U15 ára landslið karla burstaði Hondúras 5-0 í fyrsta leik á Ólympíuleikum Æskunnar í Kína í dag.

Helgi Guðjónsson leikmaður Fram skoraði þrennu í leiknum en hann kom inn á sem varamaður í hálfleik. Hvor hálfleikur er 40 mínútur á mótinu.

Fjölmargir áhorfendur mættu á leikinn en yfir 12 þúsund miðar voru seldir í forsölu í gær.

Byrjunarlið Íslands
1 Sölvi Björnsson (M) (KR)
2 Kristinn Pétursson (Haukar)
3 Ísak Atli Kristjánsson (Fjölnir)
5 Torfi Tímoteus Gunnarsson (Fjölnir)
6 Alex Þór Hauksson (Álftanes)
7 Kolbeinn Birgir Finnsson (Fylkir)
8 Aron Kári Aðalsteinsson (Breiðablik)
9 Jónatan Jónsson (FH)
11 Kristófer Ingi Kristinsson (Stjarnan)
15 Guðmundur Tryggvason (KR)
18 Atli Hrafn Andrason (KR)

Varamenn
12 Aron Birkir Stefánsson (M) (Þór)
4 Karl Viðar Magnússon (Haukar)
10 Hilmar Andrew McShane (Keflavík)
13 Helgi Guðjónsson (Fram)
14 Gísli Kristjánsson (FH)
16 Sigurbergur Bjarnason (Keflavík)
17 Óliver Thorlacius (KR)
Athugasemdir
banner
banner
banner