Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 15. ágúst 2014 12:35
Fótbolti.net
Upphitun fyrir bikarúrslitin á X-inu á morgun
Fyrirliðarnir Baldur Sigurðsson (KR) og Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík).
Fyrirliðarnir Baldur Sigurðsson (KR) og Haraldur Freyr Guðmundsson (Keflavík).
Mynd: Fótbolti.net
Úrslitaleikur Borgunarbikarsins verður í aðalhlutverki í útvarpsþættinum Fótbolti.net á morgun laugardag milli 12 og 14 á X-inu FM 97,7.

Elvar Geir Magnússon, Tómas Þór Þórðarson og Magnús Már Einarsson munu hita upp fyrir úrslitaleik KR og Keflavíkur sem verður klukkan 16 á Laugardalsvelli.

Keflavíkur-goðsögnin Guðmundur Steinarsson kemur í heimsókn ásamt, Hilmari Björnssyni, fyrrum leikmanni KR og verða gamlir bikarúrslitaleikir rifjaðir upp,

Tekinn verður púlsinn á herbúðum liðanna á leikdegi. Rætt verður við Kristján Guðmundsson, þjálfara Keflavíkur, og Pétur Pétursson, aðstoðarþjálfara KR. Einnig verður haft samband við stuðningsmenn sem eru að hita upp.

Hvernig væri sameiginlegt byrjunarlið hjá KR og Keflavík? Magnús Már Einarsson segir sína skoðun.

Þó bikarúrslitaleikurinn verði í aðalhlutverki verður einnig spjallað um enska boltann og fylgst með leik Manchester United og Swansea.

Útvarpsþátturinn Fótbolti.net er á X-inu alla laugardaga kl. 12-14. Umsjónarmenn þáttarins eru Tómas Þór Þórðarson og Elvar Geir Magnússon. Hægt er að finna þá á X samfélagsmiðlinum undir @tomthordarson og @elvargeir.

Smelltu hér til að hlusta á upptökur úr eldri þáttum.

Þú getur hlustað á X-ið á netinu með því að smella hérna

Athugasemdir
banner
banner