Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 15. ágúst 2014 16:20
Elvar Geir Magnússon
Van Gaal á fréttamannafundi: Klárt að Van Persie spilar ekki
Mynd: Getty Images
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, sagði á fréttamannafundi í dag að engir möguleikar væru á því að sóknarmaðurinn Robin van Persie myndi spila gegn Swansea á morgun í opnunarleik ensku úrvalsdeildarinnar.

Leikurinn hefst 11:45 og verður að sjálfsögðu beint á Stöð 2 Sport 2.

Van Persie fékk lengra frí en liðsfélagar hans vegna þátttöku á HM í Brasilíu. Hann er ekki klár í slaginn fyrir morgundaginn en á meiðslalista United má einnig finna Sam Johnstone, Antonio Valencia, Luke Shaw, Jonny Evans og Danny Welbeck.

Van Gaal sagði á fréttamannafundinum að hann óttaðist ekkert að nota Ashley Young eða Reece James í vinstri vængbakverðinum meðan Shaw væri meiddur.

Á fundinum talaði hann einnig um val sitt á Wayne Rooney sem nýjum fyrirliða.

„Ég er mjög hrifinn af honum. Hann var tilbúinn að taka þessa ábyrgð. Ég er búinn að vera hrifinn af hans framlagi á æfingum og hvernig hann leggur sig fram í leikjum. Hann er sannur liðsmaður," sagði Van Gaal.
Athugasemdir
banner
banner
banner