Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 15. ágúst 2014 22:30
Jóhann Ingi Hafþórsson
Wenger: Tímabilið byrjar of snemma
Arsene Wenger.
Arsene Wenger.
Mynd: Getty Images
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, segir að leikmenn sem spiluðu á HM gætu meiðst þar sem deildin byrjar of stuttu eftir keppnina.

Per Mertesacker, Mesut Özil og Lukas Podolski missa allir af fyrsta leik tímabilsins, gegn Crystal Palace á laugardaginn eftir að hafa fengið lengra frí eftir heimsmeistaramótið.

Þar sem úrslitaleikur Meistaradeildar Evrópu er ekki fyrr en 6. júní vill Wenger að enska deildin fari eftir spænsku og ítölsu deildunum og byrji seinna.

,,Við erum eftir á í undirbúningi okkar," sagði hann. ,,Við vorum með 11 leikmenn á HM. Úrslitaleikur HM var 13 júlí og fyrsti leikur úrvalsdeildarinnar er 16. ágúst. Undirbúningurinn verður því stuttur."

,,Við værum til í að byrja viku seinna í öllum keppnum. Ef leikmenn fá ekki nægt frí, verða þeir meiddir. Til dæmis Thiago Silva og David Luiz, komu fyrr til baka og spiluðu um leið. Thiago Silva er frá í mánuð og David Luiz er einnig meiddur."



Athugasemdir
banner
banner