fös 15. ágúst 2014 14:30
Magnús Már Einarsson
„Yaya Toure vildi bara smá athygli"
Stuðningsmaður Manchester City - Guðmundur Óli Sigurðsson
Enski upphitun
Guðmundur Óli Sigurðsson með enska bikarinn sem Manchester City vann í fyrra.
Guðmundur Óli Sigurðsson með enska bikarinn sem Manchester City vann í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Magnús Már Einarsson
Yaya Toure.
Yaya Toure.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Fótbolti.net mun hita vel upp fyrir keppni í ensku úrvalsdeildina sem hefst á laugardaginn. Við kynnum liðin í ensku úrvalsdeildinni í samvinnu við Stöð 2 Sport 2 eftir því hvar þau enda í sérstakri spá fréttamanna Fótbolta.net.

Manchester City er spáð öðru sætinu í spá Fótbolta.net.

Guðmundur Óli Sigurðsson, Fylkismaður og starfsmaður SportTv, er harður stuðningsmaður City og svaraði spurningunum hér að neðan.

Ég byrjaði að halda með Manchester City af því að....
Ég kynntist þjálfara sem þjálfaði mig í 5. flokki árið 1974. Það var Sigurður Helgason, hann kynnti mig fyrir þessu frábæra liði. Síðan þá hef ég verið stuðningsmaður Manchester City í gegnum súrt og sætt.

Hefur þú farið út til Englands að sjá þitt lið spila?
Ég hef ekki farið út til að sjá Manchester City spila en það er á stefnuskránni að sjá þá spila bæði í deildinni og Meistaradeildinni.

Uppáhalds leikmaður í liðinu í dag?
Þeir eru tveir í uppáhaldi hjá mér í dag. Það eru Pablo Zabaleta og David Silva. Þetta eru báðir frábærir leikmenn sem er gaman að horfa á. Í gamla daga voru Francis Lee og Mike Summerbee í uppáhaldi.

Leikmaður sem þú myndir vilja losna við?
Það er enginn. Þetta eru allt toppleikmenn hjá Manchester City. Ég vil ekki losna við neinn af þeim.

Leikmaður í liðinu sem fólk á að fylgjast sérstaklega með í vetur?
Pablo Zabaleta og David Silva. Þeir eru flottir leikmenn og þetta eru leikmennirnir sem ég myndi fylgjast með.

Ef ég mætti velja einn leikmann úr öðru liði í ensku úrvalsdeildinni myndi ég velja...
Ég myndi ekki velja neinn. Jú, ég myndi velja Cesc Fabregas úr Chelsea. Ég hef alltaf verið hrifinn af honum sem leikmanni. Það væri fínt að hafa hann og Yaya Toure saman á miðjunni og Fernandinho þar fyrir aftan.

Ertu ánægður með knattspyrnustjórann?
Ég er mjög sáttur við Mauricio Pellegrini, hann er rólegur kall. Ég var alltaf Mancini maður þegar hann var í boltanum sem leikmaður en ég held að Pellegrini sé betri stjóri en hann var.

Ertu búinn að fyrirgefa Yaya Toure eftir vesenið á honum eftir afmælið hans?
Þetta var ekkert vesen. Hann vildi bara smá athygli af því að hann var ekki valinn bestur. Þetta var ekkert vandamál. Ég var aldrei smeykur um að hann myndi fara frá Manchester City. Hann vildi bara fá smá athygli og umfjöllun í blöðunum. Ég held að hann fái sömu afmælisgjöf frá félaginu næsta vor, að taka við dollunni.

Er Manchester City komið með hóp til að gera betur í Meistaradeildinni í vetur?
Ég vona það. Ég vona að við fáum góðan riðil og mætum ekki strax hákörlunum. Liðið hefur ekki verið með reynslu í Meistaradeildinni en hún ætti að vera komin núna. Leikmenn ættu að vera orðnir reynslunni ríkari þar. Ég vil að City komist allavega í undanúrslit í Meistaradeildinni í vetur.

Í hvaða sæti mun Manchester City enda á tímabilinu?
Ertu að spyrja að þessu? Í 1. sæti, að sjálfsögðu. Þeir verja titilinn örugglega, það er klárt mál.
Athugasemdir
banner
banner
banner