Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
Jóhann Birnir: Þurfum að vera með fókus á það sem við erum að gera
Árni Freyr: Vorum litlir í okkur og náðum ekki að höndla svona barning
Bergvin stóð við stóru orðin - „Gaman að hafa smá banter í þessari deild"
Gunnar Már: Það var eins og við vorum manni færri
Gústi Gylfa: Rautt spjald snýst ekkert um agavandamál
Farið á þrjú stórmót og þetta er besta umhverfið
„Hvað gerðist ekki í þeim leik?"
Ræða forsetans gladdi - „Við sögðum allt sem lá á hjartanu"
Sveindís: Veit ekki hvort þeir hafi séð þetta fyrir sér fyrir nokkrum árum
Bjarni Jó: Sagði að nú vilja Gummi Tóta, Sævar Gísla og allir koma
Haraldur Freyr: Réðum öllu á vellinum
Hrannar Snær: Mjög sáttur með mína frammistöðu það sem af er
Dóri Árna: Slakasti hálfleikurinn í sumar
Maggi Már: Bara einn staður sem þeir eiga að vera á og það er hérna í 270
Siggi Höskulds: Þetta á að skila sigri alveg sama á hvaða velli
Venni: Þetta er algjört lúxusvandamál sem ég glími við
Tómas Bjarki: Þetta er alveg kúnst
Halli Hróðmars: Leikplanið fór út um gluggann snemma í dag
Gunnar Heiðar: Þegar lestin er farin af stað er helvíti erfitt að stoppa hana
Jakob Gunnar: Einhver skrítnasta skottækni sem ég hef séð
   mán 15. ágúst 2016 20:58
Alexander Freyr Tamimi
Arnar G: Hefði orðið dýrvitlaus með eitt stig eða minna
Arnari fannst sínir menn miklu betri í kvöld.
Arnari fannst sínir menn miklu betri í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með 2-0 sigur sinna manna gegn Þrótti í Pepsi-deildinni í kvöld.

Arnari fannst sigurinn verðskuldaður en vildi sjá sína menn nýta færin betur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Þróttur R.

„Mér fannst við stjórna leiknum frá A til Ö og sköpuðum mikið af færum. Það eina sem é er ósáttur með er hvernig við vorum að nýta færin, sérstaklega eftir að við komumst í 2-0. Það er alltaf hættulegt þó að við ráðum ferðinni nánast allan tímann, horn eða aukaspyrna, þá getur boltinn fallið illa fyrir okkur og þá ertu með leik í staðinn fyrir að komast í 3-0," sagði Arnar eftir leikinn.

„Heilt yfir er ég bara mjög sáttur við spilamennskuna, þeir áttu í raun ekkert í leiknum og áttu ekkert skilið en við höfum spilað fleiri svoleiðis leiki á þessum heimavelli þar sem við erum með boltann 60 til 70 prósent og erum að skapa okkur færi en erum samt ekki að fá neitt úr leiknum. Ég er sáttur með að hafa skorað tvö mörk og haldið hreinu."

Arnari fannst sínir menn ráða ferðinni einnig í seinni hálfleik þó Þróttarar hafi verið aðeins líflegri í fyrri hálfleik.

„Mér fannst við vera með boltann allan tímann, það getur verið að þeir hafi verið eitthvað aðeins hærra í einhvern smá tíma en þeir voru aldrei með boltann. Það getur vel verið að það hafi verið eitthvað aðeins meira en þeir voru í fyrri hálfleik en mér fannst við ráða ferðinni frá A til Ö... Ég hefði orðið dýrvitlaus hefði ég staðið hér með eitt stig eða minna."
Athugasemdir
banner