Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
   mán 15. ágúst 2016 20:58
Alexander Freyr Tamimi
Arnar G: Hefði orðið dýrvitlaus með eitt stig eða minna
Arnari fannst sínir menn miklu betri í kvöld.
Arnari fannst sínir menn miklu betri í kvöld.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var ánægður með 2-0 sigur sinna manna gegn Þrótti í Pepsi-deildinni í kvöld.

Arnari fannst sigurinn verðskuldaður en vildi sjá sína menn nýta færin betur.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Þróttur R.

„Mér fannst við stjórna leiknum frá A til Ö og sköpuðum mikið af færum. Það eina sem é er ósáttur með er hvernig við vorum að nýta færin, sérstaklega eftir að við komumst í 2-0. Það er alltaf hættulegt þó að við ráðum ferðinni nánast allan tímann, horn eða aukaspyrna, þá getur boltinn fallið illa fyrir okkur og þá ertu með leik í staðinn fyrir að komast í 3-0," sagði Arnar eftir leikinn.

„Heilt yfir er ég bara mjög sáttur við spilamennskuna, þeir áttu í raun ekkert í leiknum og áttu ekkert skilið en við höfum spilað fleiri svoleiðis leiki á þessum heimavelli þar sem við erum með boltann 60 til 70 prósent og erum að skapa okkur færi en erum samt ekki að fá neitt úr leiknum. Ég er sáttur með að hafa skorað tvö mörk og haldið hreinu."

Arnari fannst sínir menn ráða ferðinni einnig í seinni hálfleik þó Þróttarar hafi verið aðeins líflegri í fyrri hálfleik.

„Mér fannst við vera með boltann allan tímann, það getur verið að þeir hafi verið eitthvað aðeins hærra í einhvern smá tíma en þeir voru aldrei með boltann. Það getur vel verið að það hafi verið eitthvað aðeins meira en þeir voru í fyrri hálfleik en mér fannst við ráða ferðinni frá A til Ö... Ég hefði orðið dýrvitlaus hefði ég staðið hér með eitt stig eða minna."
Athugasemdir
banner