Real Madrid setur sig í samband við Dalot - Gyökeres til United eða City - Salah til í eins árs samning - Rooney reynir að bjarga starfinu
Segir Breiðablik vera alltof spennandi - „Virkilega margir sem skildu mig"
Arnar Pálmi: Aldrei upplifað annað eins
Sá leikjahæsti framlengdi við Völsung - „Ákvað að hætta því leikriti núna"
Alli Jói: Eins stórt og það gerist fyrir Völsung
Elfar Árni: Ekki hægt að segja nei þegar hann sagði mér að drulla mér heim
Var með nokkur tilboð en fannst FH langmest spennandi
Hoppaði í sófanum þegar lausn fannst - „Atvinnumennska að koma í Breiðablik"
Aftur upp í Bestu deildina - „Í sjálfu sér seldur eftir þann fund"
Valgeir vonar að fólk skilji sig - „Hef heyrt sögur úr Kórnum"
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
   mán 15. ágúst 2016 20:41
Alexander Freyr Tamimi
Oliver: Kóngurinn í markinu sagði mér að skjóta
Oliver skoraði glæsilegt mark.
Oliver skoraði glæsilegt mark.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Oliver Sigurjónsson, miðjumaður Breiðabliks, var að vonum ánægður eftir 2-0 sigur liðsins gegn Þrótti í Pepsi-deildinni í kvöld.

Oliver lagði upp fyrra mark Breiðabliks og skoraði það síðara beint úr aukaspyrnu.

Lestu um leikinn: Breiðablik 2 -  0 Þróttur R.

„Við vildum koma sterkari til baka eftir ömurlegan leik síðast og við sýndum það í dag að við töpum ekki alltaf fyrir þeim svokölluðu slakari liðum. Þetta var mikilvægur sigur í dag og fínasta spilamennska," sagði Oliver eftir leikinn.

„Við erum búnir að byrja vel í mörgum leikjum í sumar og það hefur oft komið lægð, en við náðum að halda í dag þó við getum bætt okkur síðustu 20 mínúturnar."

Oliver skoraði magnað aukaspyrnumark og var að vonum ánægður með það.

„Það er aldrei leiðinlegt að hitta hann svona, ég sá að Arnar Darri var svolítið miðsvæðis. Það er eiginlega ekki hægt að fá þennan bolta til að droppa, þeir fljúga bara beint upp allan tímann. Flest aukaspyrnumörk í sumar eru í markmannshornið og ég ákvað bara að setja hann þar og hann fór svolítið vel upp í sammann þessi, sem var mjög gott," segir Oliver, en hann var viss um að hann myndi skora.

„Ég vissi það allan tímann. Ég sagði við Daniel (Bamberg) að ég væri að fara að setja hann og hann leyfði mér það. Það var eins og það var," sagði Oliver, en hann reyndi síðan aðra aukaspyrnu af enn lengra færi stuttu síðar.

„Ég sagði við Daniel að nú mætti ég gera meira og skjóta þarna af 40 metrunum. Ég hugsaði bara "why not" og kóngurinn í markinu hinu megin sagði mér að skjóta. Maður hlustar þegar reynslubolti talar."

Oliver hrósaði Viktori Erni Margeirssyni eftir leikinn, en hann kom sterkur inn í byrjunarliðið í dag í fjarveru Damirs Muminovic.

„Hann er auðvitað búinn að vera mjög pirraður í sumar að hafa ekkert fengið að spila neitt og skiljanlega, ég skil hann 100% því hann er rugl góður í fótbolta. Hann er líka góður vinur með góðan talanda og mjög góður "leader". Það er frábært að fá hann inn og við erum með þrjá klikkað góða miðverði," sagði Oliver.
Athugasemdir
banner
banner
banner