þri 15. ágúst 2017 12:18
Magnús Már Einarsson
Byrjaði að æfa fótbolta í febrúar - Á bekknum í Pepsi-deildinni í gær
Aron á bekknum í gær.
Aron á bekknum í gær.
Mynd: Twitter - Björgvin Hannesson
Aron Elí Gíslason, markvörður úr 2. flokki KA, var varamarkvörður gegn Stjörnunni í Pepsi-deildinni í gærkvöldi. Aron Elí fyllti skarð nafna síns Arons Dags Birnusonar sem meiddist í leik með 2. flokki um helgina.

Aron Elí hefur undanfarin ár æft handbolta og golf en hann byrjaði að æfa fótbolta fyrr á þessu ári.

„Ég byrjaði að æfa mark fyrir um sex mánuðum. Ég æfði seinast fótbolta í 4.flokk að mig minnir, en þá sem útileikmaður," sagði Aron við Fótbolta.net í dag.

Aron segist aldrei hafa búast við því að enda í leikmannahópi KA í Pepsi-deildinni í sumar.

„Alls ekki. Ég spilaði ekki fyrsta leikinn minn í marki fyrr en í lok febrúar þannig þetta var ekki eitthvað sem maður var að pæla í þá."

Srdjan Rajkovic, markvörður KA, lá meiddur á vellinum í nokkrar mínútur undir lok leiks en harkaði síðan af sér og kláraði leikinn. Þar munaði litlu að Aron þyrfti að koma inn á.

„Það var kominn ágætis fiðringur í magann það verður að viðurkennast," sagði Aron léttur í bragði við Fótbolta.net í dag.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner