Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
banner
   sun 15. september 2013 10:46
Elvar Geir Magnússon
Gerrard hótað á æfingasvæði Liverpool
Gerrard kallar til mannsins.
Gerrard kallar til mannsins.
Mynd: Daily Mail
Liverpool ætlar að endurskoða öryggismál á æfingasvæði félagsins, Melwood, eftir að Steven Gerrard varð fyrir hótunum meðan hann var að æfa aukaspyrnur.

Vafasamur einstaklingur náði að klifra yfir girðingu á æfingasvæðinu og lét Gerrard heyra það.

Fjallað er um málið í Daily Mail þar sem sagt er að einstaklingurinn hafi hótað að myrða Gerrard og börnin hans og brenna heimili þeirra.

„I know where you live, you p***k’ and ‘I’ll burn your f***ing house down. I’ll kill you and your kids," á maðurinn, sem er í kringum þrítugt, að hafa sagt.

Gerrard labbaði í átt að honum en Colin Pascoe, aðstoðarstjóri Liverpool, tók hann þá í burtu.

Maðurinn hjólaði svo stuttu síðar á brott.
Athugasemdir
banner
banner