Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 15. september 2014 15:00
Magnús Már Einarsson
A og U21 árs landsliðið spila sama dag
A-landsliðið mætir Lettum.
A-landsliðið mætir Lettum.
Mynd: Sunnlenska.is - Guðmundur Karl
Föstudagurinn 10. október næstkomandi verður sannkallaður landsliðsdagur en þá verða bæði A-landsliðið og U21 árs landsliðið í eldlínunni.

U21 árs landsliðið mætir Dönum í fyrri leiknum í umspili um sæti á EM en sá leikur fer fram í Álaorg klukkan 16:00.

Klukkan 18:45 mætast Lettland og Ísland síðan í Riga í undankeppni HM.

A-landsliðið fær Holland í heimsókn á Laugardalsvöll mánudagskvöldið 13. október og degi síðar fer síðari leikurinn fram hjá U21 árs landsliðinu.

Föstudagur 10. október
16:00 U21 Danmörk - Ísland (Álaborg)
18:45 Lettland - Ísland (Riga)

Mánudagur 13. október
18:45 Ísland - Holland (Laugardalsvöllur)

Þriðjudagur 14. október
16:00 U21 Ísland - Danmörk (Laugardalsvöllur)
Athugasemdir
banner
banner
banner