Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   mán 15. september 2014 13:48
Magnús Már Einarsson
Bergsveinn Ólafs: Væri ömurlegt ef það væri ekkert undir
Bergsveinn Ólafsson.
Bergsveinn Ólafsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Möguleikar okkar eru góðir. Fram er með flott lið og við þurfum að hitta á góðan dag til þess að sigra. Ég tel okkur ekki vera með lakari lið en Fram. Þeir tóku okkur illa í fyrri leiknum og það er kominn tími til að svara því," segir Bergsveinn Ólafsson fyrirliði Fjölnis en liðið mætir Fram í fallbaráttuslag í Pepsi-deildinni í kvöld.

Tvö stig skilja liðin að en Fjölnismenn eru í fallsæti fyrir leikinn í kvöld. ,,Maður þrífst á því að spila svona leiki, það væri alveg ömurlegt ef það væri ekkert undir. Það má alveg orða það að þetta sé ákveðin úrslitaleikur, mikilvægi þessa leiks er mikið."

,,Við komum okkur í ágætis stöðu með sigri. Þessi leikur er alveg jafn mikill úrslitaleikur fyrir Framarana að mínu mati og það er pressa á þeim að þurfa að vinna. Ef þeir tapa þá verður þetta erfitt fyrir þá. "


Fjölnismenn hafa einungis unnið einn leik í Pepsi-deildinni síðan í maí en Bergsveinn segir að stemningin í liðinu sé fín þrátt fyrir það.

,,Stemningin er frábær þó svo að sigurleikirnir mættu vera fleiri. Við reynum að vera jákvæðir þó svo að það sé ekki allt búið að ganga upp. Það eru allir í góðum gír í voginum."

Bergsveinn er sjálfur mjög spenntur fyrir leiknum þar sem hann tók út leikbann í síðustu umferð og í kjölfarið tók við landsleikjahlé. Hann hefur því ekki spilað í þrjár vikur.

,,Þetta var alltof löng pása sem ég fékk. Það er alltaf gaman að spila fótbolta leiki, hvað þá þegar það er eitthvað aðeins meira undir," sagði Bergsveinn að lokum.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner