Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 15. september 2014 13:08
Magnús Már Einarsson
Graham Poll: Costa átti ekki að fá rautt fyrir Gylfa atvikið
Diego Costa.
Diego Costa.
Mynd: Getty Images
Graham Poll, fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni, telur að Diego Costa framherji Chelsea hafi ekki átt að fá rautt spald í leiknum gegn Swansea um helgina.

Costa var eitthvað illa fyrir kallaður þegar Chelsea átti aukaspyrnu í fyrri hálfleik. Fyrir aukaspyrnuna var Costa að berjast við Gylfa Þór Sigurðsson við hliðina á varnarvegg Swansea og endaði á að slá hann frá sér.

Dómari leiksins dæmdi ekkert en Poll telur að Costa hafi ekki átt skilið að fá rautt spjald.

,,Diego Costa er stórkostlegur framherji sem spilar eins og enskur sóknarmaður af gamla skólanum. Hann er ekki aumur erlendur leikmaður og hann fékk óverðskuldað gult spjald í fyrsta leik fyrir að dýfa sér gegn Burnley," sagði Poll.

,,Það var grófari leikstíll hjá honum þegar hann ýtti Gylfa Sigurðssyni leikmanni Swansea harkalega frá sér eftir að honum var haldið inni í vítateignum."

,,Kannski hefði hann átt að fá áminningu ef dómarinn Kevin Friend hefði farið algjörlega eftir bókinni en það var ekkert sem benti til þess að hann ætti að fá rautt spjald. Það að hann fékk ekki gult spjald þýðir kannski að gula spjaldið á Turf Moor jafnar sig út."


Sjá einnig:
Vine-myndband: Diego Costa sló Gylfa
Athugasemdir
banner
banner
banner