Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 15. september 2014 14:24
Magnús Már Einarsson
Myndband: Félagsmet hjá Viðari - 24 mörk á tímabilinu
Viðar Örn Kjartansson.
Viðar Örn Kjartansson.
Mynd: Kenneth Myhre - Kennethmyhre.net
Viðar Örn Kjartansson hefur gjörsamlega farið á kostum með Valerenga í norsku úrvalsdeildinni í ár.

Viðar er kominn með 24 mörk á tímabilinu og er langmarkahæsti leikmaður deildarinnar.

Í gær skoraði Viðar þrennu gegn Haugesund og sló um leið félagsmet hjá Valerenga.

Enginn annar leikmaður í sögu félagsins hefur náð að skora yfir 23 mörk á sama tímabilinu.

Viðar gæti slegið markamet í norsku úrvalsdeildinni en það er 30 mörk. Viðar á sjö leiki eftir á tímabilinu til að slá það met.

Hér að neðan má sjá öll mörk Viðars á tímabilinu.


Athugasemdir
banner
banner