Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   mán 15. september 2014 18:53
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Arnór Ingvi maður leiksins í dýrmætum sigri
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þrír Íslendingar komu við sögu í tveimur leikjum í efstu deild sænska boltans í dag þar sem Arnór Ingvi Traustason var maður leiksins í mikilvægum fallbaráttusigri Norrköping.

Guðlaugur Victor Pálsson og Arnór Smárason léku þá í sigri Helsingborg á toppbaráttuliði AIK.

Arnór Ingvi lagði fyrstu tvö mörk Norrköping upp í fyrri hálfleik. Gestirnir í Brommapojkarna minnkuðu muninn í síðari hálfleik en Arnór kláraði leikinn með þriðja marki heimamanna á 73. mínútu.

Victor lék þá allan leikinn á miðjunni hjá Helsingborg og samherji hans Arnór Smárason kom inná þegar korter var eftir af venjulegum leiktíma.

Norrköping 3 - 1 Brommapojkarna
1-0 Alhaji Kamara ('30)
2-0 Emir Kujovic ('38)
2-1 Mauricio Albornoz ('62)
3-1 Arnór Ingvi Traustason ('73)

Helsingborg 3 - 1 AIK
1-0 C. Andersson ('38)
2-0 D. Accam ('42)
3-0 D. Accam ('45)
3-1 K. Igboananike ('61)
Athugasemdir
banner
banner
banner