Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 15. september 2014 15:47
Elvar Geir Magnússon
Heimild: Vísir.is 
Varaformaður Vals: Ekki heyrt af því að Óli Jóh taki við
Ólafur Jóhannesson er orðaður við Val.
Ólafur Jóhannesson er orðaður við Val.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Þær sögur eru orðnar ansi háværar að þjálfaraskipti verði hjá Val eftir tímabilið og Magnús Gylfason láti af störfum. Markmið Vals að ná Evrópusæti er orðið ansi fjarlægt eftir að liðinu mistókst að vinna Víking í gær.

Ólafur Jóhannesson, fyrrum landsliðsþjálfari, og Þorvaldur Örlygsson, þjálfari HK, hafa verið nefndir.

Heimildir Vísis.is herma að Valsmenn vilji fá Ólaf og með honum á hliðarlínunni á að vera Sigurbjörn Hreiðarsson, nú þjálfari Hauka. Þeir þjálfuðu saman lið Hauka í fyrra.

„Nei það er ekkert til í þessu. Ég hef ekki heyrt af þessu," sagði varaformaður knattspyrnudeildar Vals, Sigurður Kristinn Gunnarsson, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Fyrr í sumar fóru af stað sögusagnir um að Ólafur gæti tekið við Val þegar talið var að Magnús gæti látið af störfum,
Athugasemdir
banner
banner