Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   mið 15. október 2014 10:34
Brynjar Ingi Erluson
Ólafur Kristjáns: Snýst um að koma fætinum inn fyrir dyrnar
Ólafur Kristjánsson.
Ólafur Kristjánsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
,,Það er búið að vera mikið að gera en þetta hefur verið athyglisverður tími," sagði Ólafur Kristjánsson, þjálfari Nordsjælland, þegar Fótbolti.net ræddi við hann eftir U21 árs leik Íslands og Danmerkur í Álaborg síðastliðið föstudagskvöld.

Ólafur tók í sumar við liði Nordsjælland í Danmörku en liðið er í 2. sæti deildarinnar eftir tíu umferðir.

,,Þetta hafa verið góðir leikir og það hafa mörg stig komið inn á reikninginn. Þá verður maður að sjálfsögðu ánægður. Það er bara búið 1/3 þriðji af mótinu en fram að þessu hefur gengið mjög vel."

Rúnar Alex og Adam staðið sig vel
Rúnar Alex Rúnarsson og Adam Örn Arnarson eru báðir á mála hjá Nordsjælland.

,,Þeir hafa verið að standa sig mjög vel. Alex hefur verið síðan í janúar og er orðinn okkar varamarkvörður. Hann stendur sig feykilega vel. Adam kom í sumar og hefur spilað með varaliðinu. Eftir áramót er hann hugsaður sem leikmaður sem fer að bíta sig nær aðalliðinu."

Guðjón gerir ekki kúnstir úti á bílastæði
Guðjón Baldvinsson mun koma til Nordsjælland frá Halmstad um áramótin. Ólafur segist lengi hafa haft augastað á Guðjóni.

,,Ég hefði gjarnan viljað fá hann á sínum tíma í Breiðablik en það gekk ekki eftir. Guðjón er leikmaður sem gefur sig 100% í leikinn. Hann er kannski ekki sá sem þú platar út á bílaplan að sýna kúnstir með boltann en hann er með hugarfar og vilja og hefur bætt sig mikið með boltann. Við erum með leikmenn sem búa til marga sénsa og geta skapað sénsa fyrir Guðjón," sagði Ólafur sem útilokar ekki að krækja í fleiri Íslendinga.

,,Maður skoðar alltaf góða leikmenn. Hugarfarið hjá íslenskum strákum er gott og það er manna að sýna hvað í þeim býr til að eiga möguleika. Við erum alveg tilbúnir á þann vagn eins og margir aðrir."

Breiðablik endaði í 7. sæti í Pepsi-deildinni í sumar en liðið hafði ekki unnið leik þegar Ólafur fór frá félaginu í júní.

,,Það var miklu betra eftir að ég fór heldur en þegar ég var. Leiðin gat bara legið upp á við. Auðvitað var fúlt að ná ekki Evrópusætinu sem var möguleiki. Spilamennskan var klárlega upp á við og það var góð og mikil bæting á liðinu eftir að ég fór."

Ólafur telur að fleiri íslenskir þjálfarar geti fetað í hans fótspor á næstunni og þjálfað erlendis. ,,Ég held að fleiri þjálfarar eigi möguleika á því. Þetta snýst um að koma fætinum inn fyrir dyrnar og fá möguleika og þegar þangað er komið að standa sig. Tungumálið og annað er okkur kannski ekki hliðhollt en ég sé alveg möguleika á því fyrir fleiri."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner
banner