Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 15. október 2015 19:02
Ívan Guðjón Baldursson
Rodgers kominn með nýtt starf í Katar (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Það hafa ekki liðið tvær vikur síðan Brendan Rodgers var rekinn úr stjórastólnum hjá Liverpool og er hann nú þegar búinn að finna sér nýja vinnu.

Rodgers var orðaður við stjórastarfið hjá Aston Villa en virðist ekki vera á leið þangað á næstunni þar sem hann er búinn að samþykkja starf sem knattspyrnusérfræðingur hjá beIN Sport í Katar.

Rodgers mun ganga til liðs við Richard Keys og Andy Gray sem lýsa enska boltanum úr sjónvarpsveri í Doha, höfuðborg Katar.

Auk þeirra Keys og Gray þá eru Malky Mackay, fyrrverandi stjóri Cardiff, og Luis Garcia, fyrrverandi leikmaður Liverpool, einnig að starfa sem sérfræðingar fyrir beIN Sport í Katar.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner