Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 15. október 2016 10:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Biðst afsökunar á að hafa veitt Emre Mor út af
Emre Mor í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson síðastliðinn sunnudag
Emre Mor í baráttunni við Gylfa Þór Sigurðsson síðastliðinn sunnudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sebastian Langkamp, varnarmaður Herthu Berlin, hefur beðist afsökunar á því að hafa veitt hinn tyrkneska Emre Mor af leikvelli í 1-1 jafntefli gegn Borussia Dortmund í gærkvöldi.

Mönnum var heitt í hamsi á Signal Iduna Park í gærkvöldi og á síðustu mínútum leiksins fóru tvö rauð spjöld á loft. Emre Mor fékk beint rautt fyrir að ýta við Langkamp þegar sex mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma.

Þetta rauða spjald sem Emre Mor fékk var umdeilt, en hann fékk það fyrir að ýta Langkamp sem hafði haldið í sig. Langkamp féll með tilþrifum og upp kom rauða spjaldið til mikillar furðu Mor.

Langkamp viðurkenndi í viðtali við Bild eftir leik að ekki var um rautt spjald að ræða í þessu tilviki og baðst afsökunar á sinni hegðun.

„Ég biðst afsökunar á þessu," sagði Langkamp við Bild „Þetta átti ekki að vera rautt spjald á Mor."

Með því að smella á tengilinn hér að neðan er hægt að sjá myndband af atvikinu.

Sjáðu myndband af atvikinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner