Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 15. október 2016 10:34
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Eiður Smári segir að Aron Can komi sér í gírinn
Eiður Smári í viðtali
Eiður Smári í viðtali
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eiður Smári Guðjohnsen, einn besti fótboltamaður sem Ísland hefur átt, er duglegur að nota Twitter. Hann fékk sér aðgang fyrr á þessu ári og er duglegur að tísta um ýmislegt sem tengist fótbolta.

Eiður Smári birti í gærkvöldi tíst þar sem hann opinberaði nýjungar á eigin tónlistarsmekk. Hann segist afsakplega hrifinn af tónlistarmanninum Aron Can, en sá hefur verið að gera góða hluti síðustu mánuðina.

„Ekki margt sem kem­ur nán­ast fer­tug­um has been fót­bolta­manni í gír­inn... but Aron Can!!" skrifaði Eiður Smári á Twitter og skaut létt á sjálf­an sig í leiðinni og þá staðreynd að hann sé kom­inn af létt­asta skeiði fót­bolta­manna.

Framtíðin er óljós hjá Eiði Smára, en hann mun ekkert spila með FC Pune City í indversku ofurdeildinni vegna meiðsla, en deildin er að fara af stað og stend­ur yfir næstu tvo mánuðina.

Hér að neðan má sjá tístið hjá Eiði Smára



Athugasemdir
banner
banner
banner