Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 15. október 2016 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Fyrrum njósnari Arsenal: Ekki til peningur fyrir Ronaldo
Ronaldo er einn besti leikmaður allra tíma
Ronaldo er einn besti leikmaður allra tíma
Mynd: Getty Images
Damien Comolli vann einu sinni sem njósnari hjá Arsenal, en á meðan hann starfaði þar tók hann eftir ungum portúgölskum leikmanni sem átti síðar eftir að slá í gegn. Þarna er auðvitað átt við Cristiano Ronaldo, en Comolli segist hafa fyrstur tekið eftir hæfileikum Ronaldo.

Hann vildi sjá Arsenal kaupa Ronaldo frá Sporting Lisbon, en það gekk ekki eftir þar sem peningurinn fyrir hinum þá 15 ára gamla Ronaldo var ekki til staðar.

„Þegar ég sá Ronaldo fyrst þá var hann 15 ára gamall að spila á Montaigu-mótinu," sagði Comolli, sem hefur einnig starfað hjá Tottenham og Liverpool, við SFR Sport 1.

„Hann var að spila í Japan og ég fór strax að hugsa með sjálfum mér 'hvað er þetta?'. Ég hringdi í félaga mína í Portúgal og sagði þeim frá. Ég hafði ekki séð neitt þessu líkt síðan Thierry Henry kom fram á sjónarsviðið."

„Hann heimsótti æfingasvæði Arsenal tvisvar. Enginn veit af því. Hann hitti Henry, sem var átrúnaðargoðið hans. Þegar átti svo að klára skiptin, þá var peningurinn ekki til."

„Nokkrum mánuðum síðar kom Manchester United saman með Sporting og það var spilaður æfingaleikur. Ronaldo fór illa með þá og (Alex) Ferguson brást strax við."
Athugasemdir
banner
banner
banner