banner
   sun 15. október 2017 16:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Hjörtur með í flugeldasýningu Bröndby í seinni hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bröndby 4 - 1 Silkeborg
0-1 Gustaf Nilsson ('8)
1-1 Besar Halimi ('53)
2-1 Harry Mukhtar ('56)
3-1 Kamil Wilczek ('60)
4-1 Simon Tibbling ('66)
Rautt spjald: Sammy Skytte, Silkeborg ('43)

Hjörtur Hermannsson og félagar hans í danska liðinu Bröndby keyrðu yfir Silkeborg í dönsku úrvalsdeildinni í dag.

Hjörtur lék við hlið Þjóðverjans Benedikt Rocker í vörninni hjá Bröndby, sem lenti undir eftir átta mínútur. Gustaf Nilsson skoraði markið fyrir Silkeborg og þeir leiddu lengi vel.

Undir lok fyrri hálfleiks fékk Sammy Skytte, leikmaður Silkeborg, rautt spjald og gestirnir þurftu því að leika manni færri í seinni hálfleik.

Þeir lentu í basli og Bröndby nýtti sér öll mistök. Á stuttum kafla í seinni hálfleik skoraði Bröndy fjögur mörk og vann 4-1 sigur.

Bröndby er í þriðja sæti, tveimur stigum frá toppliði Nordsjælland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner