banner
   sun 15. október 2017 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ferill James á niðurleið - Orðaður við New York og Orlando
Mynd: Getty Images
Svo virðist sem ferill Kólumbíumannsins James Rodriguez sé á hraðri niðurleið. Eftir að hafa farið á kostum með Kólumbíu á HM í Brasilíu árið 2014 hefur hann sýnt lítið á fótboltavellinum.

Hann var keyptur til Real Madrid, en fyrir þetta tímabil var hann lánaður til Bayern München.

Carlo Ancelotti var aðdáandi James og fékk hann til Bayern, en Ancelotti var rekinn í síðustu viku.

Nú þegar Ancelotti er farinn er framtíð James hjá Bayern í lausu lofti. Sögur segja að Bayern vilji rifta lánssamningnum í janúar. Hann myndi því fara aftur til Real Madrid.

Hann er hins vegar ekki í plönunum hjá Zinedine Zidane, stjóra Real Madrid, og því er ekki víst að hann muni stoppa lengi í Madríd.

Í Bild í dag er hann orðaður við lið í MLS-deildinni. New York City FC og Orlando City, en bæði lið munu missa lykilmenn í kringum
áramótin, Andrea Pirlo fer frá New York og Kaka er á förum frá
Orlando. Því er möguleiki á því að James endi í MLS-deildinni, en það
er ekki eitthvað sem maður hefði búist við fyrir 2-3 árum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner