banner
   sun 15. október 2017 12:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Guardiola: Ætlaði aldrei að sýna kollega mínum vanvirðingu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Pep Guardiola segir að það hafi ekki verið ætlun sín að sýna Tottenham vanvirðingu þegar hann kallaði liðið „Harry Kane liðið".

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, var mjög vonsvikinn með Guardiola og lét hann heyra það.

„Þetta er leiðinlegt. Þetta eru ummæli sem eiga ekki heima í fótboltanum. Þetta sýndi enga virðingu," sagði Pochettino.

Guardiola segir að það hafi ekki verið ætlun sín að móðga einn eða neinn, hann hafi aldrei gert það.

„Ég ætlaði aldrei að sýna kollega mínum vanvirðingu," sagði Guardiola. „Ég talaði um Harry Kane liðið vegna þess að hann var að skora fullt af mörkum, ég veit að hann er ekki einn í Tottenham."

„Á síðasta tímabili hrósaði ég Tottenham mikið og ég sagði að Tottenham væri eitt best spilandi liðið. Ef hann sagði þetta þá er ég mjög vonsvikinn og leiður."

„Kannski hefði ég átt að segja Pochettino liðið í staðinn fyrir að segja Harry Kane liðið," sagði Guardiola að lokum.

Sjá einnig:
Pochettino ósáttur með Guardiola: Sorgleg ummæli og vanvirðing
Athugasemdir
banner