Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
banner
   sun 15. október 2017 16:39
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Albert fékk tækifæri - Ögmundur í sigurliði
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ögmundur Kristinsson.
Ögmundur Kristinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hinn bráðefnilegi Albert Guðmundsson kom inn á sem varamaður þegar PSV mætti VVV Venlo í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Albert, sem er fyrirliði U-21 árs landsliðs Íslands, var skipt inn á fyrir Gaston Pereiro þegar tvær mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma, en þetta var annar deildaleikur Alberts á tímabilinu.

PSV vann leikinn örugglega 5-2 og er á toppnum í Hollandi.

Annar Íslendingur, Ögmundur Kristinsson, var einnig að spila í hollensku úrvalsdeildinni í dag.

Ögmundur stóð í marki Excelsior í 2-1 sigri á ADO Den Haag. Ögmundur og félagar í Exelsior eru með 10 stig um miðja deild.

Ögmundur kom til Exelscior frá Hammarby á dögunum.

VVV 2 - 5 PSV
0-1 Jürgen Locadia ('23)
1-1 Clint Leemans ('40, víti)
2-1 Torino Hunte ('48)
2-2 Gaston Pereiro ('58)
2-3 Daniel Schwaab ('67)
2-4 Mauro Junior ('72)
2-5 Gaston Pereiro ('85)
Rautt spjald: Jerold Promes, VVV ('61)

ADO Den Haag 1 - 2 Exelsior
0-1 Jinty Caenepeel ('7)
1-1 Sheraldo Becker ('32)
1-2 Hicham Faik ('81)



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner