Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   sun 15. október 2017 10:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Keown kennir Özil um tapið
Mynd: Getty Images
Martin Keown, fyrrum leikmaður Arsenal, segir að Mesut Özil hafi kostað Arsenal stigin þrjú gegn Watford í gær.

Arsenal var 1-0 yfir lengi vel í leiknum, staðan var 1-0 í hálfleik. En þegar nokkuð var liðið á seinni hálfleikinn breyttist leikurinn. Özi, sem hafði komið inn á sem varamaður, fékk kjörið færi til að koma Arsenal í 2-0, en í staðinn jafnaði Watford með marki úr vítaspyrnu og sigurmark þeirra kom seint í uppbótartímanum.

Keown, sem hefur áður gagnrýnt Özil, hefði viljað sjá hann klára færið sem hann fékk og gera betur í sigurmarki Watford.

„Sigurmark Watford var Özil að kenna," sagði Keown á BT Sport, en hann hefði viljað sjá Þjóðverjann loka betur á miðjunni.

„Ég veit ekki hvort hann eigi framtíð hjá Arsenal. Ég veit að það lítur út eins og ég hafi eitthvað á móti honum, en hann hefði átt að klára þennan leik í dag," sagði Keown.

„Bestu leikmennirnir eru miskunnarlausir og þeir spila ekki til gamans. Ég veit ekki hvort hann hugsi þannig."

„Ef hann hefði skorað úr færinu hefði leikurinn verið búinn."

„Það hlýtur bara að vera ein útkoma í hans málum. Hann hlýtur að fara þegar janúarglugginn opnar," sagði hann að lokum.

Sjá einnig:
Telur að Özil sé farinn frá Arsenal í huganum
Athugasemdir
banner
banner