Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   sun 15. október 2017 17:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Launakröfur Ronaldo voru of háar fyrir Liverpool
Mynd: Getty Images
Gerard Houllier, fyrrum stjóri Liverpool, hefur núna greint frá því hvers vegna Liverpool tókst ekki að landa Cristiano Ronaldo, einum besta fótboltamanni sögunnar, á sínum tíma.

Liverpool ætlaði að kaupa Ronaldo árið 2003 eftir að hafa fylgst vel með þróun hans hjá Sporting í Portúgal.

Launakröfur hins 18 ára gamla Ronaldo voru hins vegar of háar fyrir Liverpool sem hætti við að kaupa hann.

„Ég sá hann spila á æfingamóti og við reyndum að fá hann. En við vorum ekki tilbúnir að borga þau laun sem hann vildi fá," sagði Houllier um Ronaldo við Liverpool Echo.

Manchester United spilaði síðan æfingaleik við Sporting þar sem Ronaldo fór illa með varnarmenn United. Sir Alex Ferguson ákvað eftir leikinn að fá Ronaldo til Manchester United fyrir 12 milljónir punda. Allir vita hvað gerðist svo eftir það.
Athugasemdir
banner
banner
banner