Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. október 2017 07:45
Kristófer Jónsson
Manolas ekki með gegn Chelsea
Mynd: Getty Images
Gríski miðvörður Kostast Manolas verður ekki með Roma gegn Chelsea í Meistaradeild á Evrópu á miðvikudaginn. Þetta staðfesti Eusebio Di Francesco, knattspyrnustjóri Roma, í samtali við Sky Sports Italia eftir 1-0 tap liðsins gegn Napoli í kvöld.

Þetta eru vondar fréttir fyrir Roma og bætist Manolas þarna á meiðslalistann með Stephan El Shaarawy, Patrik Schick, Kevin Strootman, Gregoire Defrel og Emerson Palmieri.

Lorenzo Pellegrini þurfti einnig að fara útaf í leiknum en meiðsli hans eru smávægileg og ætti hann að ná leiknum á miðvikudaginn.

Roma situr í öðru sæti síns riðils eftir jafntefli gegn Atletico Madrid og sigur á Qarabag. Chelsea er hins vegar með fullt hús stiga í efsta sæti riðilsins.
Athugasemdir
banner
banner