banner
   sun 15. október 2017 12:02
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Neville: Lukaku hafði engin áhrif á leikinn
Mynd: Getty Images
Gary Neville, leikmaður Manchester United, segir að Romelu Lukaku hafi fallið á fyrsta stóra prófinu í gær.

United gerði markalaust jafntefli gegn erkifjendum sínum í Liverpool í leik sem var ekki mikið fyrir augað.

Lukaku átti ekki sinn besta dag, en hann var lítið boltanum og sást mjög lítið. Neville lét hann heyra það eftir leikinn.

„Ég var vonsvikinn með Lukaku," sagði Neville á Sky Sports. „Það var eins og hann væri annars hugar í fyrri hálfleiknum, hann var ekki hann sjálfur, hann var pirraður."

„Hann hafði ekki nein áhrif á leikinn."

Lukaku hefur oft verið gagnrýndur fyrir að gera ekki nægilega mikið gegn stóru liðunum, en Neville segir að hann verði að standa sig í leikjum sem þessum ef hann ætlar að ná árangri með Man Utd.

„Það eru stóru leikirnir sem munu segja til um það hvort hann hann sé nægilega góður fyrir Manchester United."

Sjá einnig:
Mignolet snerti boltann oftar en Lukaku
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner