Barcelona vill Díaz frá Liverpool - Úlfarnir skoða markverði - City til í að hlusta á tilboð í Grealish
   sun 15. október 2017 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Óli Stefán reiknar með því að Andri Rúnar sé á förum
Mynd: Fótbolti.net - Benóný Þórhallsson
Óli Stefán Flóventsson skrifaði í dag undir nýjan tveggja ára samning við Grindavík.

Hann verður áfram þjálfari liðsins eftir að hafa náð eftirtektarverðum árangri síðan hann tók við.

Í sumar endaði liðið í 5. sæti Pepsi-deildarinnar eftir að hafa komið upp úr Inkasso-deildinni árið áður.

Besti leikmaður liðsins og Pepsi-deildarinnar í sumar var Andri Rúnar Bjarnason. Hann jafnaði markametið og fangaði flestar fyrirsagnir.

Óli býst ekki við því að Andri verði áfram í Grindavík.

„Ég reikna með því að hann sé á förum," sagði Óli Stefán í samtali við Fótbolta.net í dag.

„Ég vona, fyrir hans hönd, að hann fari erlendis. Hann hefur unnið vel fyrir því og þetta tækifæri kemur örugglega ekki aftur hjá honum. Ég vona að hann nýti það."

„Annars tökum við gott spjall ef að það gengur ekki upp hjá honum, klárlega."

Sjá einnig:
Óli Stefán: Náðum endum saman eftir gott spjall
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner