Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   sun 15. október 2017 19:40
Ívan Guðjón Baldursson
Stóri Sam sér mest eftir að hafa hætt með landsliðið
Mynd: Getty Images
Stóri Sam Allardyce og enska knattspyrnusambandið komust að samkomulagi um að rifta samningi hans sem landsliðsþjálfara í fyrra.

Sam tók við Crystal Palace og gerði frábæra hluti á Selhurst Park en ákvað að yfirgefa félagið eftir tímabilið.

Í dag segist Sam sjá mest eftir því að hafa gefið landsliðsþjálfarastarfið upp á bátinn.

„Þetta er það sem ég sé mest eftir af öllu sem ég hef gert á ferli mínum sem knattspyrnustjóri," sagði Stóri Sam.

„Það er erfitt fyrir mig að tala um þetta mál af lagalegum ástæðum, það eina sem ég get sagt er að ég hefði ekki átt að yfirgefa starfið."

Allardyce var látinn hætta störfum eftir að vandræðalegar upptökur litu dagsins ljós. Á upptökunum heyrist þegar Stóri Sam útskýrir hversu auðvelt er að komast framhjá reglum á leikmannamarkaðinum.

„Þetta hefur verið mjög erfitt fyrir mig, ég er nýbyrjaður að geta horft á landsleiki aftur. Þetta hefur haft djúp áhrif á mig."
Athugasemdir
banner
banner
banner