Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. október 2017 17:24
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Svíþjóð: Haukur Heiðar kominn á fullt - Sigur gegn Árna Vill
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var Íslendingaþema í sænsku úrvalsdeildinni í dag.

AIK mætti Jönköpings Södra fyrr í dag. Haukur Heiðar Hauksson er farinn að spila á fullu, en hann lék í þriggja mann vörn AIK í dag. Árni Vilhjálmsson sat allan tímann á varamannabekknum hjá Jönköpings.

Svo fór að AIK hafði betur 2-0, en þetta var þolinmæðisverk hjá AIK. Þeir héldu boltanum vel og nýttu sín tækifæri.

AIK er í öðru sæti, sjö stigum á eftir toppliði Malmö.

Svo var núna leik Elfsborg og Sundsvall að ljúka, en þar bar fyrrnefnda liðið sigur úr býtum.

Nafnarnir Kristinn Steindórsson og Kristinn Freyr Sigurðsson spiluðu báðir með Sundsvall, Kristinn Steindórsson lék allan leikinn á meðan Kristinn Freyr kom inn á þegar 88 mínútur voru búnar.

Sundsvall er með 27 stig í 13. sæti deildarinnar, en þeir eru aðeins einu stigi frá fall-umspilssæti.

AIK 2 - 0 Jönköpings Södra
1-0 Sjálfsmark ('49)
2-0 Nils-Eric Johansson ('85)

Elfsborg 2 - 1 Sundsvall
0-1 Peter Wilson ('7)
1-1 Issam Jebali ('58)
2-1 Lasse Lars Nilsson ('90)
Rautt spjald: Anders Randrup, Elfsborg ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner